Loading ...
Sorry, an error occurred while loading the content.
 

Laxdaela Saga 69 part 1

Expand Messages
 • Fred & Grace Hatton
  69. kafli - Boð Þorkels og Guðrúnar Þetta haust hafði Gunnar Þiðrandabani verið sendur Guðrúnu til trausts og halds. Hún hafði og við honum
  Message 1 of 1 , Jun 24, 2013
   69. kafli - Boð Þorkels og Guðrúnar
   Þetta haust hafði Gunnar Þiðrandabani verið sendur Guðrúnu til trausts og
   halds. Hún hafði og við honum tekið og var leynt nafni hans. Gunnar hafði
   sekur orðið um víg Þiðranda Geitissonar úr Krossavík sem segir í sögu
   Njarðvíkinga. Fór hann mjög huldu höfði því að margir stórir menn veittu þar
   eftirsjár.
   Hið fyrsta kveld veislunnar er menn gengu til vatns stóð þar maður mikill
   hjá vatninu. Sá var herðimikill og bringubreiður. Sá maður hafði hatt á
   höfði. Þorkell spurði hver hann væri. Sá nefndist svo sem honum sýndist.
   Þorkell segir: "Þú munt segja eigi satt. Værir þú líkari að frásögn Gunnari
   Þiðrandabana. Og ef þú ert svo mikil kempa sem aðrir segja þá muntu eigi
   vilja leyna nafni þínu."
   Þá svarar Gunnar: "Allkappsamlega mælir þú til þessa. Ætla eg mig og ekki
   þurfa að dyljast fyrir þér. Hefir þú rétt kenndan manninn. Eða hvað hefir þú
   mér hugað að heldur?"
   Þorkell kvaðst það vilja mundu að hann vissi það brátt. Hann mælti til sinna
   manna að þeir skyldu handtaka hann. En Guðrún sat innar á þverpalli og þar
   konur hjá henni og höfðu lín á höfði. En þegar hún verður vör við stígur hún
   af brúðbekkinum og heitir á sína menn að veita Gunnari lið. Hún bað og engum
   manni eira þeim er þar vildu óvísu lýsa. Hafði Guðrún lið miklu meira.
   Horfðist þar til annars en ætlað hafði verið.
   Snorri goði gekk þar í milli manna og bað lægja storm þenna: "Er þér Þorkell
   einsætt að leggja ekki svo mikið kapp á þetta mál. Máttu sjá hversu mikill
   skörungur Guðrún er ef hún ber okkur báða ráðum."
   Þorkell lést því hafa heitið nafna sínum, Þorkatli Geitissyni, að hann
   skyldi drepa Gunnar ef hann kæmi vestur á sveitir "og er hann hinn mesti
   vinur minn."
   Snorri mælti: "Miklu er þér meiri vandi á að gera eftir vorum vilja. Er þér
   og þetta sjálfum höfuðnauðsyn því að þú færð aldrei slíkrar konu sem Guðrún
   er þótt þú leitir víða."

   Fred & Grace Hatton
   Hawley, Pa.
  Your message has been successfully submitted and would be delivered to recipients shortly.