Loading ...
Sorry, an error occurred while loading the content.
 

Eyrbyggja Saga 29 part 3

Expand Messages
 • Fred & Grace Hatton
  Eftir það tók Björn vopn sín og gekk í brott og ætlar heim. En er hann kom upp um Digramúla hljópu upp fyrir honum fimm menn. Þar var Þóroddur,
  Message 1 of 1 , Jun 20, 2013
   Eftir það tók Björn vopn sín og gekk í brott og ætlar heim. En er hann kom
   upp um Digramúla hljópu upp fyrir honum fimm menn. Þar var Þóroddur,
   húskarlar hans tveir og synir Þóris viðleggs. Þeir veittu Birni atgöngu en
   hann varðist vel og drengilega. Gengu þeir fastast að Þórissynir. Þeir
   veittu honum áverka en hann varð banamaður beggja þeirra.
   Eftir það leitaði Þóroddur undan með húskarla sína og var sár lítt en þeir
   ekki.
   Björn gekk leið sína þar til er hann kom heim og gekk til stofu og bað
   húsfreyja griðkonu að vinna honum beina. Og er hún kom í stofu með ljós þá
   sá hún að Björn var blóðugur mjög. Gekk hún þá fram og sagði Ásbrandi föður
   hans að Björn var blóðugur heim kominn. Gekk Ásbrandur í stofu og spurði
   hann hví Björn var blóðugur "eða hafið þið Þóroddur fundist?"
   Björn svarar og segir að svo var. Ásbrandur spurði hversu farið hefðu
   viðskipti þeirra. Björn kvað:
   Munat hyrlesti hraustum
   hríðar mér að stríða,
   heldr hef eg vígi valdið
   Viðleggs sona tveggja,
   sem vígbalkar válki
   valdr geymi-Bil falda
   eða dalsveigi deigum
   Draupnis skatt að kaupa.
   Síðan batt Ásbrandur sár hans og varð hann græddur að heilu.
   Þóroddur sótti Snorra goða að eftirmáli um víg Þórissona og lét Snorri búa
   mál til Þórsnessþings en synir Þorláks á Eyri veittu Breiðvíkingum að málum
   þessum. Og urðu þær málalyktir að Ásbrandur gekk til handsala fyrir Björn
   son sinn og hélt upp fébótum fyrir vígin en Björn var sekur ger utan um þrjá
   vetur og fór hann í brott samsumars.

   Fred & Grace Hatton
   Hawley, Pa.
  Your message has been successfully submitted and would be delivered to recipients shortly.