Loading ...
Sorry, an error occurred while loading the content.

Eyrbyggja Saga 25 paart 2

Expand Messages
 • Fred & Grace Hatton
  Með jarli voru bræður tveir, sænskir að ætt. Hét annar Halli en annar Leiknir. Þeir voru menn miklu meiri og sterkari en í þann tíma fengjust
  Message 1 of 1 , Mar 7 3:39 AM
  • 0 Attachment
   Með jarli voru bræður tveir, sænskir að ætt. Hét annar Halli en annar
   Leiknir. Þeir voru menn miklu meiri og sterkari en í þann tíma fengjust
   þeirra jafningjar í Noregi eða víðara annars staðar. Þeir gengu berserksgang
   og voru þá eigi í mannlegu eðli er þeir voru reiðir og fóru galnir sem
   hundar og óttuðust hvorki eld né járn. En hversdaglega voru þeir eigi illir
   viðureignar ef eigi var í móti þeim gert en þegar hinir mestu örskiptamenn
   er þeim tók við að horfa. Eiríkur hinn sigursæli Svíakonungur hafði sent
   jarli berserkina og setti varnað á að hann skyldi gera vel til þeirra og
   sagði sem var að hið mesta fullting mátti að þeim verða ef til yrði gætt
   skapsmuna þeirra.
   Um vorið er Vermundur hafði verið einn vetur með jarli þá fýstist hann til
   Íslands og bað jarl gefa sér orlof til þeirrar ferðar.
   Jarl bað hann fara sem hann vildi og bað hann hugsa um áður "ef nokkurir eru
   þeir hlutir í mínu valdi, aðrir meir en aðrir, er þú vilt þiggja þér til
   framkvæmdar en báðum okkur til sæmdar og virðingar."
   En er Vermundur hugsaði eftir hverra hluta hann skal af jarli beiðast þá kom
   honum í hug að honum mundi mikillar framkvæmdar afla á Íslandi ef hann hefði
   slíka eftirgöngumenn sem berserkirnir voru. Og staðfestist það í skapi hans
   að hann mundi leita eftir ef jarlinn vildi fá honum berserkina til
   eftirgöngu. En það bar til er hann beiddist þessa að honum þótti Styr bróðir
   sinn mjög sitja yfir sínum hlut og hafa ójafnað við sig sem flesta aðra þá
   er hann fékk því við komið. Hugði hann að Styr mundir þykja ódælla við sig
   að eiga ef hann hefði slíka fylgdarmenn sem þeir bræður voru.
   Nú segir Vermundur jarli að hann vill þann sóma af honum þiggja að hann gefi
   honum til trausts og fylgdar berserkina.

   Fred & Grace Hatton
   Hawley, Pa.
  Your message has been successfully submitted and would be delivered to recipients shortly.