Loading ...
Sorry, an error occurred while loading the content.
 

Laxdaela Saga 60 end + 61 part 1

Expand Messages
 • Fred & Grace Hatton
  Þorgísli þykir nú þetta vel mega fyrir bíta og sér hann ekki í þetta. Slíta þau nú þessu tali. Þetta ráð er nú fullgert að Þorgils skal til
  Message 1 of 1 , Feb 25, 2013
   Þorgísli þykir nú þetta vel mega fyrir bíta og sér hann ekki í þetta. Slíta
   þau nú þessu tali. Þetta ráð er nú fullgert að Þorgils skal til ferðar
   ráðast. Býst hann frá Helgafelli og með honum synir Guðrúnar. Ríða þeir inn
   í Dali og fyrst heim í Tungu.

   61. kafli - Af Snorra og sonum Guðrúnar
   Hinn næsta drottinsdag var leið og reið Þorgils þangað með flokki sínum.
   Snorri goði var eigi á leið. Var þar fjölmenni.
   Um daginn heimti Þorgils til tals við sig Þorstein svarta og mælti: "Svo er
   sem þér er kunnigt að þú varst í tilför með Ólafssonum þá er veginn var
   Bolli. Hefir þú þær sakir óbætt við þá sonu hans. Nú þó að síðan sé langt
   liðið er þeir atburðir urðu þá ætla eg þeim eigi úr minni liðið við þá menn
   er í þeirri ferð voru. Nú virða þeir bræður svo sem þeim sami það síst að
   leita á við Ólafssonu fyrir sakir frændsemi. Er nú það ætlan þeirra bræðra
   að venda til hefnda við Helga Harðbeinsson því að hann veitti Bolla banasár.
   Viljum vér þess biðja þig Þorsteinn að þú sért í ferð þessi með þeim bræðrum
   og kaupir þig svo í frið og í sætt."
   Þorsteinn svarar: "Eigi samir mér þetta að sæta vélræðum við Helga mág minn.
   Vil eg miklu heldur gefa fé til friðar mér svo að það þyki góður sómi."
   Þorgils segir: "Lítið ætla eg þeim um það bræðrum að gera þetta til fjár
   sér. Þarftu ekki í því að dyljast Þorsteinn að þú munt eiga tvo kosti fyrir
   höndum, að ráðast til ferðar eða sæta afarkostum þegar er þeir mega við
   komast. Vildi eg og að þú tækir þenna kost þótt þér sé vandi á við Helga.
   Verður hver fyrir sér að sjá er menn koma í slíkt öngþveiti."
   Þorsteinn mælti: "Ger mun fleirum slíkur kostur þeim er í sökum eru við sonu
   Bolla?"
   Og enn mælti Þorgils: "Um slíkan kost mun Lambi eiga að kjósa."
   Þorsteinn kvaðst þá betra þykja ef hann skyldi eigi verða um þetta einlagi.

   Fred & Grace Hatton
   Hawley, Pa.
  Your message has been successfully submitted and would be delivered to recipients shortly.