Loading ...
Sorry, an error occurred while loading the content.
 

Eyrbyggja Saga 21 end + 22 part 1

Expand Messages
 • Fred & Grace Hatton
  Það kann og vera ef á þingreiðina er hætt að vandræðin aukist ef málin eru með ofurkappi varin. Hinn er annar kostur, segir hann, að leggja á
  Message 1 of 1 , Jan 24, 2013
   Það kann og vera ef á þingreiðina er hætt að vandræðin aukist ef málin eru
   með ofurkappi varin. Hinn er annar kostur," segir hann, "að leggja á allan
   hug að þér komist utan með lausafé yðvart en þá leikist um lönd sem auðið
   er, þau sem eigi verða seld."
   Þeirrar liðveislu var Álfgeir fúsastur. Þórarinn kvaðst og eigi sjá efni sín
   til að bæta sakir þær allar með fé er gerst höfðu í þessum málum. Vermundur
   kvaðst eigi mundu skilja við Þórarin, hvort er hann vildi að hann færi utan
   með honum eða veita honum vígsgengi hér á landi. En Þórarinn kaus að Arnkell
   veitti þeim til utanferðar.
   Síðan var maður sendur út á Eyri til Bjarnar stýrimanns að hann skyldi allan
   hug á leggja að búa skip þeirra sem fyrst mátti hann.

   22. kafli
   Nú skal segja frá Snorra goða að hann tók við eftirmáli um víg Þorbjarnar
   mágs síns. Hann lét og Þuríði systur sína fara heim til Helgafells því að sá
   orðrómur lék á að Björn, sonur Ásbrands frá Kambi, vendi þangað komur sínar
   til glapa við hana. Snorri þóttist og sjá allt ráð þeirra Arnkels, þegar
   hann spurði skipbúnaðinn, að þeir mundu eigi ætla fébótum uppi að halda
   eftir vígin við það að engar voru sættir boðnar af þeirra hendi. En þó var
   kyrrt allt framan til stefnudaga.
   En er sá tími kom safnar Snorri mönnum og reið inn í Álftafjörð með átta
   tigu manna því að það voru þá lög að stefna heiman vígsök svo að vegendur
   heyrðu eða að heimili þeirra og kveðja eigi búa til fyrr en á þingi.
   En er ferð þeirra Snorra var sén af Bólstað þá ræddu menn um hvort þegar
   skyldi sæta áverkum við þá því að fjölmennt var fyrir.
   Arnkell segir að eigi skal það vera "og skal þola Snorra lög," segir hann og
   kvað hann það eitt að gera svo búið er nauðsyn rak til.
   Og er Snorri kom á Bólstað voru þar engi áköst með mönnum. Síðan stefndi
   Snorri Þórarni til Þórsnessþings og þeim öllum er að vígum höfðu verið.
   Arnkell hlýddi vel stefnunni. Eftir það riðu þeir Snorri í brott og upp til
   Úlfarsfells.

   Fred & Grace Hatton
   Hawley, Pa.
  Your message has been successfully submitted and would be delivered to recipients shortly.