Loading ...
Sorry, an error occurred while loading the content.
 

Eyrbyggja Saga 18 end + 19 part 1

Expand Messages
 • Fred & Grace Hatton
  Geirríður svarar: Segið þér víg Þorbjarnar? Þórarinn kvað: Knátti hjör und hetti, hræflóð, bragar Móða, rauk um sóknar sæki, slíðrbeittr
  Message 1 of 1 , Nov 29, 2012
   Geirríður svarar: "Segið þér víg Þorbjarnar?"
   Þórarinn kvað:
   Knátti hjör und hetti,
   hræflóð, bragar Móða,
   rauk um sóknar sæki,
   slíðrbeittr staðar leita.
   Blóð féll, en var voði
   vígtjalds náar skaldi,
   þá var dæmisalr dóma
   dreyrafullr, um eyru.
   "Tekið hefir þá brýningin," sagði Geirríður, "og gangið inn og bindið sár
   yður." Og svo var.
   Nú er að segja frá Oddi Kötlusyni. Hann fór þar til er hann kom til Fróðár
   og sagði þar tíðindin. Lét Þuríður húsfreyja safna þá mönnum og fara eftir
   líkunum en flytja heim sára menn. Þorbjörn var í haug lagður en Hallsteinn
   sonur hans var græddur. Þórir af Arnarhvoli var og græddur og gekk við
   tréfót síðan. Því var hann kallaður Þórir viðleggur. Hann átti Þorgrímu
   galdrakinn. Þeirra synir voru þeir Örn og Valur, drengilegir menn.

   19. kafli
   Eina nótt var Þórarinn heima í Mávahlíð. En um morguninn spyr Auður Þórarinn
   hvert ráð hann ætlar fyrir sér "vildum vér eigi úthýsa þér," segir hún, "en
   hrædd er eg að hér séu fleiri settir dyradómarnir í vetur því að eg veit að
   Snorri goði mun ætla að mæla eftir Þorbjörn mág sinn."

   Fred & Grace Hatton
   Hawley, Pa.
  Your message has been successfully submitted and would be delivered to recipients shortly.