Loading ...
Sorry, an error occurred while loading the content.
 

Laxdaela Saga 56 end

Expand Messages
 • Fred & Grace Hatton
  Eftir þetta ríða þeir heim í Hjarðarholt. Þessi tíðindi spyrjast brátt víða og þóttu mikil. Var Bolli hið mesta harmdauði. Guðrún sendi
  Message 1 of 1 , Nov 26, 2012
   Eftir þetta ríða þeir heim í Hjarðarholt.
   Þessi tíðindi spyrjast brátt víða og þóttu mikil. Var Bolli hið mesta
   harmdauði. Guðrún sendi þegar menn á fund Snorra goða því að þar þóttust þau
   Ósvífur eiga allt traust er Snorri var. Snorri brá við skjótt orðsending
   Guðrúnar og kom í Tungu við sex tigi manna. Guðrún varð fegin komu hans.
   Hann bauðst að leita um sættir en Guðrúnu var lítið um það að játa því fyrir
   hönd Þorleiks að taka fé fyrir víg Bolla.
   "Þykir mér þú Snorri það liðsinni mér mest veita," segir Guðrún, "að þú
   skiptir bústöðum við mig svo að eg sitji eigi samtýnis við þá
   Hjarðhyltinga."
   Í þenna tíma átti Snorri deilur miklar við þá Eyrbyggja. Snorri kvaðst þetta
   mundu gera fyrir vinfengis sakir við Guðrúnu "en þó muntu Guðrún þessi
   misseri verða að búa í Tungu."
   Býst nú Snorri í brott og gaf Guðrún honum virðulegar gjafir. Ríður nú
   Snorri heim og var kyrrt að kalla þau misseri.
   Hinn næsta vetur eftir víg Bolla fæddi Guðrún barn. Það var sveinn. Sá var
   Bolli nefndur. Hann var snemma mikill og vænn. Guðrún unni honum mikið. Og
   er vetur sá líður af og vor kom þá fer fram kaup það sem rætt hafði verið að
   þau mundu kaupa um lönd, Snorri og Guðrún. Réðst Snorri í Tungu og bjó þar
   meðan hann lifði. Guðrún fer til Helgafells og þau Ósvífur og setja þar bú
   saman risulegt. Vaxa þar upp synir Guðrúnar, Þorleikur og Bolli. Þorleikur
   var þá fjögurra vetra gamall er Bolli var veginn faðir hans.

   Fred & Grace Hatton
   Hawley, Pa.
  Your message has been successfully submitted and would be delivered to recipients shortly.