Loading ...
Sorry, an error occurred while loading the content.

Laxdaela Saga end of 7 + beginning of 8

Expand Messages
 • Fred and Grace Hatton
  Í þenna tíma er Ólafur bjó í Hvammi tekur Dala-Kollur mágur hans sótt og andaðist. Höskuldur son Kolls var á ungum aldri er faðir hans andaðist.
  Message 1 of 1 , Mar 1, 2010
  • 0 Attachment
   Í þenna tíma er Ólafur bjó í Hvammi tekur Dala-Kollur mágur hans sótt og
   andaðist.

   Höskuldur son Kolls var á ungum aldri er faðir hans andaðist. Hann var fyrr
   fullkominn að hyggju en vetratölu. Höskuldur var vænn maður og gervilegur.
   Hann tók við föðurleifð sinni og búi. Er sá bær við hann kenndur er Kollur
   hafði búið á. Hann var kallaður síðan á Höskuldsstöðum. Brátt varð Höskuldur
   vinsæll í búi sínu því að margar stoðar runnu undir, bæði frændur og vinir
   er Kollur faðir hans hafði sér aflað.

   En Þorgerður Þorsteinsdóttir móðir Höskulds var þá enn ung kona og hin
   vænsta. Hún nam eigi yndi á Íslandi eftir dauða Kolls. Lýsir hún því fyrir
   Höskuldi syni sínum að hún vill fara utan með fjárhlut þann sem hún hlaut.
   Höskuldur kvaðst það mikið þykja ef þau skulu skilja en kvaðst þó eigi mundu
   þetta gera að móti henni heldur en annað.

   Síðan kaupir Höskuldur skip hálft til handa móður sinni er uppi stóð í
   Dögurðarnesi. Réðst Þorgerður þar til skips með miklum fjárhlutum. En eftir
   það siglir Þorgerður á haf og verður skip það vel reiðfara og kemur við
   Noreg.

   Þorgerður átti í Noregi mikið ætterni og marga göfga frændur. Þeir fögnuðu
   henni vel og buðu henni alla kosti þá sem hún vildi með þeim þiggja. Hún
   Þorgerður tók því vel, segir að það er hennar ætlan að staðfestast þar í
   landi.

   Þorgerður var eigi lengi ekkja áður maður varð til að biðja hennar. Sá er
   nefndur Herjólfur. Hann var lendur maður að virðingu, auðigur og mikils
   virður. Herjólfur var mikill maður og sterkur. Ekki var hann fríður maður
   sýnum og þó hinn skörulegsti í yfirbragði. Allra manna var hann best vígur.

   Og er að þessum málum var setið átti Þorgerður svör að veita er hún var
   ekkja. Og með frænda sinna ráði veikst hún eigi undan þessum ráðahag og
   giftist Þorgerður Herjólfi og fer heim til bús með honum. Takast með þeim
   góðar ástir. Sýnir Þorgerður það brátt af sér að hún er hinn mesti
   skörungur. Þykir ráðahagur hans nú miklu betri en áður og virðulegri er hann
   hefir fengið slíkrar konu sem Þorgerður var.   8. kafli - Upphaf Hrúts Herjólfssonar

   Þau Herjólfur og Þorgerður höfðu eigi lengi ásamt verið áður þeim varð sonar
   auðið. Sá sveinn var vatni ausinn og nafn gefið og var kallaður Hrútur. Hann
   var snemmendis mikill og sterkur er hann óx upp. Var hann og hverjum manni
   betur í vexti, hár og herðibreiður, miðmjór og limaður vel með höndum og
   fótum. Hrútur var allra manna fríðastur sýnum eftir því sem verið höfðu þeir
   Þorsteinn móðurfaðir hans eða Ketill flatnefur. Hinn mesti var hann
   atgervimaður fyrir allra hluta sakir.

   Herjólfur tók sótt og andaðist. Það þótti mönnum mikill skaði. Eftir það
   fýstist Þorgerður til Íslands og vildi vitja Höskulds sonar síns því að hún
   unni honum um alla menn fram en Hrútur var eftir með frændum sínum vel
   settur.
   Fred and Grace Hatton
   Hawley Pa
  Your message has been successfully submitted and would be delivered to recipients shortly.