Loading ...
Sorry, an error occurred while loading the content.

13179Eyrbyggja Saga 41 end

Expand Messages
 • Fred & Grace Hatton
  Jan 16, 2014
  • 0 Attachment
   En er þetta mál kom til Steinþórs tók hann því seinlega og veik nokkuð til
   ráða bræðra sinna. Gengu þeir þá til Þórðar blígs. Og er þetta mál kom fyrir
   hann svarar hann svo: "Eigi mun eg þessu máli skjóta til annarra manna. Má
   eg hér verða skörungur. Og er það þér að segja Þorleifur hér af að fyrr
   skulu grónir grautardílarnir á hálsi þér, þeir er þú brannst þá er þú varst
   barður fyrir þremur vetrum í Noregi, en eg muni gifta þér systur mína."
   Þorleifur svarar: "Eigi veit eg hvers þar verður um auðið. En hvort þess
   verður hefnt eða eigi þá mundi eg það vilja að eigi liðu þrír vetur áður þú
   værir barður."
   Þórður svarar: "Óhræddur sit eg fyrir hótum þeim."
   Um morguninn eftir höfðu þeir torfleik hjá búð Þorbrandssona og þar ganga
   þeir hjá Þorlákssynir. Og er þeir fóru framhjá fló sandtorfa ein mikil og
   kom undir hnakka Þórði blíg. Var það högg svo mikið að fótunum kastaði fram
   yfir höfuðið. En er hann stóð upp sá hann að Þorbrandssynir hlógu að honum
   mjög. Sneru Þorlákssynir þá þegar aftur og brugðu vopnum. Hljópust þeir þá í
   mót og börðust þegar. Þá urðu nokkurir menn sárir en engir létust. Steinþór
   hafði eigi við verið. Hafði hann talað við Snorra goða.
   En er þeir voru skildir var leitað um sættir og varð það að sætt að þeir
   Snorri og Steinþór skyldu gera um. Var þá jafnað sárum manna og frumhlaupum
   en bættur skakki. Og voru allir kallaðir sáttir er heim riðu.

   Grace Hatton
   Hawley, PA