Loading ...
Sorry, an error occurred while loading the content.

13170Eyrbyggja Saga 40 part 5

Expand Messages
 • Fred & Grace Hatton
  Jan 9, 2014
  • 0 Attachment
   Björn var úti þrjú dægur í hellinum áður upp létti hríðinni en þá kom hann
   af heiðinni hið fjórða dægrið og kom þá heim til Kambs. Hann var þrekaður
   mjög. Spurðu heimamenn hann hvar hann hefði verið um veðrin. Björn kvað:
   Spurðust vor und vörðum
   verk Styrbjarnar merkjum.
   Járnfaldinn hlóð öldum
   Eirekr í dyn geira.
   Nú trað eg hauðr of heiði
   hundvillr því fat eg illa
   víða braut í votri
   vífs görninga drífu.
   Björn var nú heima um veturinn. Um vorið gerði Arnbjörn bróðir hans bú á
   Bakka í Hraunhöfn en Björn bjó að Kambi og hafði rausnarbú mikið.

   41. kafli
   Vor þetta hið sama á Þórsnessþingi hóf Þorleifur kimbi bónorð sitt og bað
   Helgu Þorláksdóttur á Eyri, systur Steinþórs á Eyri, og gekk mest með þessu
   Þormóður bróðir hennar. Hann átti Þorgerði Þorbrandsdóttur, systur Þorleifs
   kimba.

   Grace Hatton
   Hawley, PA